Tvö ný gistihús með 4 herbergjum hvert, tvö tveggja manna, eitt fjölskylduherbergi og eitt eins manns. Öll herbergin eru með vaski. Tvö stór baðherbergi með sturtu, hugguleg setustofa, eldunaraðstaða og grill er sameiginlegt.

Þú getur notið frábærs útsýnis að Snæfellsjökli, Bláfeldarhrauni og yfir Atlantshafið frá veröndinni. Það er líka sameiginlegur heittur pottur með húsunum.

Komdu að skoða húsin betur.

Verð fyrir herbergin (ein nótt með morgunmat)

Tveggja manna herbergi: 20000 kr
fjölskylduherbergi: 25000 kr
aukarúm í fjölskylduherberginu: 5000 kr
Eins manns herbergi: 16500 kr