Bóndabærinn Lýsuhóll er staðsettur á sunnanverðu Snæfellsnesi, um 25 km frá Snæfellsjökli og 10 km frá Búðum.
click here to enlarge the map

Lýsuhóll er lítið fjölskyldufyrirtæki. Vi­ bjóðum við upp á gistingu í huggulegum sumarbústöðum og þægilegum gistih˙sum og einnig reiðtúra frá einni klukkustund upp í margra daga ferð. Á veturna stundum við þjálfun hrossa og fleira.

Komið og upplifið ótrúlega fallegt landslag - fjöllin, hraunin, litskrúðugar strendur og jökulinn. Einnig höfum við upp á að bjóða sundlaug með heitum potti með okkar fræga ölkelduvatni, sem er mjög heilsusamlegt. Í næsta nágrenni er 9 holu gólfvöllur (ca. 6 km) og einnig bjóðum við silungsveiði í bæjarlæknum frítt fyrir næturgesti.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin,

Jóhanna og Agnar, Lýsuhóli